VakAndi - Vitundarþjálfun - NETNÁM 14. nóvember

Vilt þú vakna frá ótta og streitu í ÁRÆÐNI og FRIÐ?

   Horfa á kynningarmyndband Vaknaðu núna og skráðu þig í varanlega vitund!

Viltu breyta lífinu varanlega á einungis fjórum vikum?

Netnámskeið í núvitund, öndun og djúpslökun hefst Þriðjudaginn 14. nóvember kl. 19:30 á zoom

Guðni Gunnarsson kemur þér í gang með núvitund (mindfulness), djúpslökun, æfingar og einstaka öndunartækni, sem gefur þér slökun, næringu og ró. Á Vakandi námskeiðinu segir þú stressinu stríð á hendur og nærð árangri, sem fylgir þér inn í veturinn.

Það sem þú lærir og öðlast er:
  • Hvað er íhugun (núvitund, mindfulness) og hvað getur hún gert fyrir þig?
  • Mismunandi leiðir til að stunda og vera í vitund, árverkni
  • Hvernig þú hámarkar umfang og gæði öndunnar
  • Hvernig þú getur nýtt öndunnartækni til að róa þig eða örva - tendra ljós þitt og ástríður
  • Hvernig þú hámarkar hvíld og gæði svefns og endurnæringar

Vertu vakandi og ákveddu sjálf(ur) hvernig þín upplifun og tilvist er. Þetta námskeið býður þér upp á einstakt vitundar ferðalag.

Námsefnið býður m.a. uppá leiddar upptökur og hugleiðingar, ýmis gögn til stuðnings og svo lokaðan FB hóp.

Í djúpslökun upplifir þú meiri hvíld en í venjulegu svefni. Slökuninn endurnærir og endurnýjar frumur líkamans og losar um djúpliggjandi spennu.

Skráðu þig núna! Það er ekki eftir neinu að bíða.


Leiðbeinandi


Gudni Gunnarsson
Gudni Gunnarsson

Guðni er fæddur árið 1954 og uppalinn í Keflavík. Hann rekur Rope Yoga Setrið á Garðatorgi, Garðabæ og GlóMotion International og starfar samhliða því við lífsráðgjöf, námskeiða- og fyrirlestrahald, þjálfun GlóMotion kennara, almenna GlóMotion þjálfun og skriftir.

Starfsferill Guðna við heilrækt spannar fjörtíu ár og er hann fyrsti einkaþjálfari og lífsráðgjafii á Íslandi. Hann stofnaði Vaxtarræktina hf. árið 1982 en hún var í senn innflutningsverslun og líkamsræktarstöð sem hafði það að markmiði að hvetja til andlegrar, huglægrar og líkamlegrar heilræktar.

Árið 1986 stofnaði Guðni tímaritið Líkamsrækt og næring og fram til ársins 1988 var hann útgefandi og aðalritstjóri þess. Á árunum 1987–1989 veitti hann forstöðu deildar innan Máttar fyrir heildræna þjálfun hugar og líkama. Máttur var hugarfóstur hóps lækna og starfsfólks í heilbrigðiskerfinu þar sem lögð var áhersla á nýja og heildræna nálgun við heilsu og líkamsþjálfun. Samhliða þessum störfum aflaði Guðni sér víðtækrar þekkingar á samspili huga og líkama í gegnum jóga, næringarfræði, náttúruleg bætiefni og líkamsþjálfun.

Guðni fluttist til Los Angeles og bjó þar og starfaði í 16 ár eða frá 1990 - 2006. Sú hugmyndafræði sem hann hefur hannað og þróað er einkum afrakstur þess tíma því þar starfaði hann við heilræna þjálfun líkama og sálar ásamt lífsráðgjöf fyrir einstaklinga og hópa. Samhliða vann hann að þróun og hönnun Rope Yoga kerfisins og æfingastöðvarinnar, en kerfið tengir hugrækt, líkamsrækt, næringarfræði og orkuumsýslu í eitt heilrænt velsældarkerfi.

Árið 2006 flutti Guðni heim til Íslands, stofnaði Rope Yoga Setrið og hóf að þróa Rope Yoga kerfið yfir í GlóMotion. GlóMotion býr yfir fleiri tegundum æfinga og þar er lögð aukin áhersla á næringu, hvað við nærum og á hvaða forsendum. GlóMotion námskeið hafa verið kennd í Rope Yoga Setrinu við góðar undirtektir frá árinu 2007.


Algengar spurningar


Hvenær hefst námskeiðið og hvenær er því lokið?
Námskeiðið hefst 14. nóvember, 2023 kl. 19:30 með mætingu á lokaðri zoom síðu Rope Yoga Setursins sem jafnframt er tekið upp og er aðgengilegt alltaf og líkur síðan fjórum vikum síðar með samskonar fundi og samantekt. Þú getur hinsvegar stjórnað þínum hraða og efnið er alltaf aðgengilegt og þú átt þinn aðgang og efni.
Hversu lengi hef ég aðgang að námsgögnunum?
Hvernig hljómar að eilífu? Þegar skráningu er lokið hefur þú ótakmarkaðan aðgang að þessu námskeiði - og öllum námsgögnum sem tilheyra námskeiðinu.
Hvað ef mér líkar ekki námsefnið eða það hentar mér ekki?
Við viljum stuðla að velsæld þinni, ekki vansæld! Ef námskeiðið uppfyllir ekki væntingar þínar eða þarfir, hafðu þá samband við okkur innan 14 daga og við endurgreiðum þér námskeiðsgjaldið að fullu.
Hvaða gögn fylgja námskeiðinu?
Skjöl í pdf formi, myndbönd, hljóðskrár og aðrar leiðbeiningar. Opið spjall einu sinni í viku á lokuðum facebook vettvangi. Daglegir póstar til áminningar og hljóðupptökur ásamt uppástungum um myndefni til stuðnings.
Fyrir hverja eru námskeiðin?
Fyrir alla sem vilja vera VakAndi og njóta varanlegar velældar. Fyrir alla sem eru tilbúnir að vera valfærir skaparar í vitund. Fyrir alla sem vilja láta af fórnarlamba eða píslarvætts hegðun. Við erum annaðhvort að skapa líf okkar viljandi í vitund eða óviljandi og það er bara þetta Ó sem aðskilur möguleika og Ó-möguleika. Að vera VakAndi og valfær er val, vald.
Mig langar til að þakka þér fyrir alveg trúlega magnað námskeið, það fór fram úr mínum björtustu vonum. Þú ert svo langbesti kennari sem ég hef haft! Ég upplifi stekt ýmsar breytingar og jafnframt að það er langt og fallegt ferðalag framundan, augnablik fyrir augnablik!
Að vera vaknaður til vitundar um hvernig ég næri mig, ótrúlegt!
Að vera valfær og finna fyrir ábyrgðinni á minni tilvist og að ég beri ekki ábyrgð á öðru fólki!
Að líf mitt hefur tilgang!
Að finna fyrir þessum breytingum og að finna svona sterkt fyrir tilfinningu þakklætis í þessari viku, þakklætis fyrir svo margt sem ég leit áður á sem sjálfssagðan hlut!
Þetta er ótrúlega magnað, matarræði breytt, hreyfingin breytt, svefninn betri, orkan meiri, sjaldan pirraður,leiðinlegur og frekur.
Búinn að kynnast konu sem ég held að hafi fallegustu sál sem ég hef kynnst!
Ég gæti haldið áfram í allan dag, en geri það ekki!
Takk :-)
Guðmundur Steinsson - Tungufelli

Sæll Guðni og takk fyrir gott og gagnlegt námskeið
Þegar ég fór heim eftir síðasta tímann fannst allt búið allt of fljótt
Hjartað mitt var rétt að byrja að skjóta rótum og átta sig á þessum sígilda sannleka enn og aftur
Það er gaman að hlusta á þig tala "í beinni" en líka mjög gott að fá hugleiðingar svona eftirá
Það hjálpar til við að rifja upp og halda áfram að skoð sig innan frá
Kveðja til þín og konu þinnar

Arnheiður Guðmundsdóttir

Elsku Guðni, ég settist niður til að skrifa umsögn um náskeiðið þitt (sem var alveg dásamlegt - ég var misvel upplögð milli tíma - lífið er áskorun) en endaði á að skrifa þakkarbréf. Ég er á mínu eigin tímabelti - alltaf nokkrum dögum eftirá í verkefnum sem eru fyrir utan þægindarammann - en ávalt stundvís í tíma og rúmi - og skrifa þakkarbréfið nokkrum dögum á eftir áætlun námskeiðsins. Þakka þér fyrir að leiða mig að mér... fyrir að vera þar sem þú ert... fyrir að verða á vegi mínum... fyrir að dæma ekki... fyrir að sýna mér og kenna á öll þessi nýju verkfæri... fyrir að kenna mér að elska mig eins og ég er núna... fyrir að minna mig á að draga andann... fyrir að minna mig á að tyggja... fyrir að kenna mér að hafa húmor fyrir vitleysunni í sjálfri mér... fyrir að svara símtölum, bæði nokkurra vikna gömlum og samdægurs (það er saga með þessu sem tengist fyrsta yoga tímanum mínum)... fyrir að kenna mér að vilji er verknaður... fyrir að spyrja okkur á námskeiðinu: „Hvernig lítur þín hamingja út?“... fyrir að kenna mér um athyglina og ábyrgðina. Vegna þess sem þú hefur gefið mér, er ég ekki lengur hrædd að elska og sýna öðrum mig.

Með þakklæti og ást.

Kær kveðja,

Kristín Guðbrandsdóttir


Sæll Guðni.

Námskeiðið þitt hefur haft mikil áhrif á mig. Mér finnst eins og þegar ég hugsa til baka fyrir námskeið að ég hafi verið sofandi en sé núna vöknuð.
Í dag veiti ég flestu sem ég geri athygli sem gerir lífið svo miklu meira lifandi og skemmtilegra.
Ég er oftast hérna núna, dett stundum út en er fljót að kippa mér aftur inn :)

Bestu þakkir fyrir að hafa leiðbeint mér í átt að skemmtilegu ferðalagi sem er rétt að byrja...þú ert snillingur :)

Kærleikskveðja,
Sigríður Sveinbjörnsdóttir

Byrja núna!