Lífsfærninám með Guðna og Guðlaugu

Varanleg umgjörð um velsæld og hamingju hefst 12. september, 2023!

   Horfa á kynningarmyndband   Skrá mig á námskeið

Lífsfærni skóli með Guðna: nám í VALFÆRNI, varanlegri velsæld og auðlegð

Heilstætt nám í lífsfærni með Guðna. Nám í VALFÆRNI sem leiðir til varanlegrar velsældar og auðlegðar. Leiðsögn í heilan vetur. Faðmaðu lífið.

Mæting alla þriðjudaga kl. 19:30-20:30 - frá miðjum september og til loka maí á næsta ári. Við erum að tala um handleiðslu, þjálfun, vinnu í heilan vetur.

Þú færð 60 mín. persónulegan fund með Guðna og Guðlaugu einu sinni í mánuði, allan tímann.

Þú tekur þátt í netnámskeiðunum; Máttur athyglinnar, Vakandi, Máttur þakklætis, Máttur hjartans, Máttur viljans og Máttur næringar.

Þú færð bækurnar; Máttur viljans, Máttur athyglinnar, Máttur þakklætis og Máttur hjartans.

Þú mætir einu sinni í mánuði í hópefli og lífsfærni. Þú færð einkatíma og aðgang að GlóMotion Heilrækt á netinu á meðan á náminu stendur.

Allur pakkinn fyrir 179.800 eða 27.140 kr. á mánuði í 7 mánuði. Þú sparar nokkur hundruð þúsund og gengur út í næsta vor með lífsfærni að leiðarljósi.


Námsskrá


  Velkominn í Lífsfærniskólann
Fáanlegt í dagar
dagar þegar skráningu er lokið

Algengar spurningar


Hvenær hefst námskeiðið og hvenær er því lokið?
Hvenær hefst námskeiðið og hvenær er því lokið? Námskeiðið hefst 13. september 2022 og endar formlega 23. maí, 2023. en annars þegar þér hentar! Þetta er netnám og þú ræður ferðinni - þú ræður hvenær þú ert tilbúinn að sjá fyrir þér, opna hjartað og skilgreina hvenær vegferð þín til velsældar hefst og hvenær henni lýkur.
Hversu lengi hef ég aðgang að námsgögnunum?
Hvernig hljómar, að eilífu? Þegar skráningu er lokið, hefur þú ótakmarkaðan aðgang að námskeiðinu - og öllum námsgögnum sem tilheyra því ásamt fylgigögnum og facebooksíðu námskeiðssins. Þú hefur því aðgang að námskeiðinu eins lengi og það verður í loftinu.
Hvað ef mér líkar ekki námsefnið eða það hentar mér ekki?
Við viljum stuðla að velsæld þinni, ekki vansæld! Ef námskeiðið uppfyllir ekki væntingar þínar eða þarfir, hafðu þá samband við okkur innan 15 daga og við endurgreiðum þér námskeiðsgjaldið að fullu.
Hvaða gögn fylgja námskeiðinu?
Bækurnar Máttur viljans, Máttur athyglinnar, Máttur þakklætis og Máttur hjartans eru innifalin í náminu. Síðan eru það námskeiðin og fyrir áramót eru það; Máttur athyglinnar sem hefst 5. október og Vakandi netnámskeið sem hefst 23. nóvember. Auk þess er í boði einn einkatími með Guðna annaðhvort á skrifstofu hans eða á netinu, allt eftir samkomulagi og þörfum hvers nemanda. Þá er mæting alla þriðjudaga kl. 19.30 til 20.30. Eftir áramót eru námskeiðin: Máttur þakklætis netnámskeið sem hefst 11. janúar Máttur hjartans netnámskeið þann 29. mars, Máttur viljans netnámskeið þann 3. maí og síðasta námskeið Lífsfærniskólans er Máttur næringar netnámskeið sem hefst 24. maí. Námið býður upp á nyndbönd og aðrar leiðbeiningar, daglega pósta til áminningar og uppgötvunar og svo eru það hljóðupptökur ásamt uppástungum um myndefni til stuðnings. Skólaslit verða 29. maí, 2022. Að auki fá allir nemendur frían aðgang að GlóMotion HeilRæktar netnáminu meðan á náminu stendur. Verðmæti tímabilsins er kr. 300.000.
Fyrir hverja er skólinn hugsaður?
Hann er hugsaður fyrir alla sem vilja varanlega velæld. Fyrir þá sem eru tilbúnir að vera viljandi skaparar í vitund og SJÁ fyrir sér á markvissan og skilgreindan hátt. Fyrir alla sem vilja láta af fórnarlambs eða píslarvættis hegðun. Við erum annaðhvort að skapa líf okkar viljandi í vitund eða óviljandi og það er bara þetta Ó sem aðskilur velsæld eða vansæld. Lífsfærniskólinn er tækifæri til að vera leiðandi afl í lífinu en ekki farþegi í mótþróa. Mögnuð leið til að skapa vegferð velsældar og varða hana, til þess að varanlegur árangur verði að veruleika og ferðalagið ánægjulegt.
Hvernig eru námskeiðin uppbyggð?
Bækurnar Máttur athyglinnar, Máttur viljans, Máttur hjartans og Máttur þakklætis eru umgjörð fyrir verkferlin og byggja þau á sjö skrefa umbreytingarsálfræði GlóMotion Welness; 1. Athygli, að vakna til vitundar og losna undan oki hugans. 2. Valfærni, að fyrirgefa sér umbúðalaust og vilja þannig valdið sem okkur er gefið og endurheimta um leið orkuna sem við vorum að verja í eftirsjá og iðrun og nýta hana til góðs. 3. Tilgangur, skilgreina hvaða hlutverki maður ætlar að gegna, hvaða þjónustu veita og hvað við sjáum fyrir okkur. 4. Heitbinding, að lofa sér til fulls í eigið líf og skilja að heilindi er forsenda velsældar og þannig rými og verðugleiki. 5. Framganga, að opinbera sjálfsmynd sína í gjörðum vitandi að vilji er verknaður ekki von eða væl. Þú lærir að opinbera hugmyndir sem verða að veruleika. 6. Innsæi, að vera einlægt vitni í sinni tilvist ekki böðull í persónulegu einelti í eigin garð. 7. Þakklæti, að velja að telja blessanir sínar en ekki böl. Þakklæti er uppljómun, kærleikur og velsæld, öflugasta athöfn sem maður getur iðkað og er alltaf val. Þakklæti er tengingin við almættið. Við notum myndbönd, hljóðupptökur, PDF skjöl og svo rafrænt umhverfi sem unnið er í og fylgjumst með framgangi nemenda.GlóMotion Akademían er öflugur skóli á netinu sem býður upp á Lífsfærninámið. Nemendur eru í virku sambandi ef þeir vilja eða geta unnið einir og sér. Einnig er samkoma í lokuðum facebook hópi einu sinni í viku þar sem nemendur geta spurt og fengið svör. Skólinn hefst 5. október og frá þeim degi fær þátttakandinn senda pósta daglega til áminningar og örvunar þangað til skólaslita verða hinn 29. maí, 2022.
Er skólinn fyrir þá sem vilja skerpa á lífi sínu eða fyrir þá sem hafa orðið fyrir áföllum?
Fyrir alla sem vilja lifa í velsæld og eru tilbúnir að stíga inn í líf sitt á öðrum forsendum og breyta um viðhorf gagnvart sjálfum sér. Það skiptir engu máli hvar þú hefur verið, bara hvert þú ert að fara og hvort þú ert tilbúinn til að vilja þig og elska. Upphafið er NÚNA. Þú ein/n hefur vald til að opna hjarta þitt og þiggja gjafir tilverunnar og hanna ferli velsældar en það verður ekki gert með sömu hegðun, hugsunum og framkomu sem komu þér á þann stað sem þú ert á í dag. Það er gott að hafa það í huga að allt sem þú veitir athygli vex og dafnar og ef þú ert að hugsa um það sem þú vilt ekki, þá ert þú að vilja það. Lífsfærniskólinn er öflug umgjörð um varanlega velsæld þar sem þú lærir að reiða er forsenda árangurs og hamingju en óreiða birting vanmáttar og vanhæfni.
Telur þú að það nýtist fólki betur að læra heima hjá sér en mæta á staðinn?
Það er misjafnt, sumir þurfa og vilja umgjörðina sem skapast við að mæta í sal til okkar og fá þannig stuðning til að breyta ferlum sínum. Það er líka oft gott að vera innan um fólk sem er á sömu bylgjulengd og í samhljóm. Aðrir kjósa að vinna á skjá og líður jafnvel betur við þannig aðstæður. Þá er einnig tími og kostnaður við ferðalög og þann tíma má nýta til að læra heima. Þetta er eins misjafnt og við erum mörg en eins og við vitum er kennsla og námskeiðahald að verða stöðugt vinsælli á netinu - að læra á sínum tíma og hraða.

Leiðbeinandi


Gudni Gunnarsson
Gudni Gunnarsson

Guðni er fæddur árið 1954 og uppalinn í Keflavík. Hann rekur Rope Yoga Setrið á Garðatorgi, Garðabæ og GlóMotion International og starfar samhliða því við lífsráðgjöf, námskeiða- og fyrirlestrahald, þjálfun GlóMotion kennara, almenna GlóMotion þjálfun og skriftir.



Starfsferill Guðna við heilrækt spannar fjörtíu ár og er hann fyrsti einkaþjálfari og lífsráðgjafii á Íslandi. Hann stofnaði Vaxtarræktina hf. árið 1982 en hún var í senn innflutningsverslun og líkamsræktarstöð sem hafði það að markmiði að hvetja til andlegrar, huglægrar og líkamlegrar heilræktar.



Árið 1986 stofnaði Guðni tímaritið Líkamsrækt og næring og fram til ársins 1988 var hann útgefandi og aðalritstjóri þess. Á árunum 1987–1989 veitti hann forstöðu deildar innan Máttar fyrir heildræna þjálfun hugar og líkama. Máttur var hugarfóstur hóps lækna og starfsfólks í heilbrigðiskerfinu þar sem lögð var áhersla á nýja og heildræna nálgun við heilsu og líkamsþjálfun. Samhliða þessum störfum aflaði Guðni sér víðtækrar þekkingar á samspili huga og líkama í gegnum jóga, næringarfræði, náttúruleg bætiefni og líkamsþjálfun.



Guðni fluttist til Los Angeles og bjó þar og starfaði í 16 ár eða frá 1990 - 2006. Sú hugmyndafræði sem hann hefur hannað og þróað er einkum afrakstur þess tíma því þar starfaði hann við heilræna þjálfun líkama og sálar ásamt lífsráðgjöf fyrir einstaklinga og hópa. Samhliða vann hann að þróun og hönnun Rope Yoga kerfisins og æfingastöðvarinnar, en kerfið tengir hugrækt, líkamsrækt, næringarfræði og orkuumsýslu í eitt heilrænt velsældarkerfi.



Árið 2006 flutti Guðni heim til Íslands, stofnaði Rope Yoga Setrið og hóf að þróa Rope Yoga kerfið yfir í GlóMotion. GlóMotion býr yfir fleiri tegundum æfinga og þar er lögð aukin áhersla á næringu, hvað við nærum og á hvaða forsendum. GlóMotion námskeið hafa verið kennd í Rope Yoga Setrinu við góðar undirtektir frá árinu 2007.


Byrja núna!