Máttur næringar 09. maí, 2023

   Horfa á kynningarmyndband

Taktu stjórnina, axlaðu ábyrgðina og ákveddu hvað þú vilt vera andlega eða líkamlega þung(ur). Þú ert jafn þung(ur) og þú "vilt" vera í dag enda hafa ákvarðanir þínar í mat og hreyfingu gert þig að því sem þú ert.

Fæða er helsta samband þitt. Hvernig og hvort þú elskar eða hafnar þér og þínum er uppljóstrað í umgengni og sambandi þínu við næringu og hvernig þú matast. Með öðrum orðum líkur sækir líkan heim og þeir sem þú umgengst og það sem þú umgengst uppljóstra hver og hvernig þú ert.

Námskeiðið hefst: 24. maí kl. 19:30 og því fylgja 4. vikur í GlóMotion Heilrækt með Guðna

1. Hvernig við náum kjörþyngd og höldum?
2. Ásetningur næringar, fæðuval og brennsla.
3. Hvernig við aukum súrefnishæfni og orku?
4. Breytum fæðu í orku, kraft og velgengni.

Námskeiðið fer í gegnum hugrenningatengsl og hegðunarferli okkar varðandi mat, drykk, hreyfingu og lífsstíl.

Kannaðar eru aðferðir sem kenna okkur að þykja vænt um líkama okkar og njóta fyrirgefningarinnar sem er öflugasti meltingarhvati tilverunnar. Jafnframt styrkjum við líkamann með mismunandi GlÓmotion Heilræktar æfingum, aukum blóðstreymið og virkjum aðferðir sem efla brennsluna og styrkja meltinguna. Markmið námskeiðsins er að skapa þátttakendum meðvitað líkamlegt hlutskipti, verða orkumikill og ná þeirri kjörþyngd sem við veljum okkur sjálf og halda henni.

Ásetningur Næringar - Hámarks Brennsla

Ásetningur þessarar umræðu er að ræða og skoða án ásakanna eða dóms hvernig við notum fæðu og önnur efni til að viðhalda viðhorfum okkar um heilsu eða ójafnvægi (sjúkdóma) og hvernig við viðhöldum málfluttningi og sögu vanmáttar eða máttar með því að nota matvæli og önnur efni til að næra velsæld og hamingju eða vansæld og skort.

Mælistika góðrar heilsu er ekki, að vera vel aðlagaður innilega sýktu og fjarverandi samfélagi.

- Krishnamurti

Ef þú ekki veist hvert förinni er heitið, skiptir ekki máli hvaða veg eða stíg þú gengur.

Hvort sem þú þrætir fyrirnhæfni þinni og mætti eða vanhæfni, þarft þú að færa sönnur á málfluttning þinn með hegðun þinni og birtingu: hvernig og hvað þú nærir.

Næring þín og matarval er öflug opinberun á þínu viðhorfi til þín og eina leiðin til að breyta neysluvenjum þínum er að breyta sjálfsmynd þinni.

1. Hvað ert þú að næra?

Það sem þú neytir skiptir ekki mestu máli heldur það sem þú nærir.

  • Hver er ásettningur þinn, dulin eða opinber?
  • Ert þú að næra velsæld eða vansæld og skort, getu eða vanmátt?
  • Heilsu eða vanheilsu?
  • Traust eða efa?
  • Veru eða fjarveru?

2. Umbreyting orku. (efnaskipti)

Horfir þú úr iðrum þínum í eftirsjá? Etu afturganga eða framgangandi vera?

Eftirsjá er fjársjóður fórnarlambssins. Fórnarlambið liggur á eftirsjá eins og ormurinn liggur á gulli.

Efnaskipti og hámarks brennsla.- Að fyrirgefa: þýðir að axla ábyrð á því að umbreyta lífi þínu og útskilnaði.

Þegar við fyrirgefum þá sleppum við fortíðinni og þeirri reynslu sem við höfum melt og unnið úr.

Melting er háð rúmmáli, orku/fæðu og súrefni. Þegar það er mikið magn af fæðu í meltingarfærum þínum er meltingar ferli þitt upptekið og rýmið sem þitt kerfi býður uppá fullt. Við þessar aðstæður minkar hlutfall súrefnis í rýminu og efnaskipti minka sem því nemur.

Líkaminn er orkuumbreytir og lífið er eldur, um leið og súrefni minnkar hægist á brunanum. Hvernig við notum öndun ræður framleiðslugetu líkamans og hversu súrefnishæfir vöðvar líkamans eru ræðst af þjálfun og notkun þeirra. Ástríða er eldur sem brennur bjart og hreint.

Þegar maður neytir fæðu með ásetning er maður að næra tilvist og velsæld. Þegar maður treður sig út af fæðu án meðvitaðs ásetnings er maður að næra fjarveru og skort sem er þá dulin ásetningur skortdýrssins.

Oft notum við fæðu til að næra bælingu og fjarvist. Það sem við köllum ofát er forsenda orkuleysi, fjarveru og doða.

Ert þú að byggja musteri eða hjall? Byggingarefnin sem þú velur gefa til kynna og upplýsa þig og umhverfi þitt um ásetning þinn dulinn eða opinberan. Það er ekkert til sem er ruslafæða, aðeins misgóð næring eða byggingarefni sem hennta þínum teikningum og tilveruhugmyndum. Fæða er auðlind, eiginleikar og gæði fæðunnar er valin með það í huga hvað skal byggja eða hverju er verið að viðhalda.

Ertu að næra þig, borðar þú? (situr til borðs) eða étur þú eins og dýr úr jötu? Hvað ert þú að næra, hver er tilgangur þinn?

  • Fæða er viðurværi sem nýta má til að framfleyta, endurreisa eða granda tilveru þinni.
  • Er það ásetningur þinn að næra tilveru þína eða fjarveru?
  • Ef þú upplifir vöntun eða skort, gætur verið að þig vanti, sért fjarverandi?
  • Blessar þú fæðuna eða bölvar? Ert þú að næra þig af ásetning og kærleik eða ert þú að ala ofbeldi og skort?
  • Næringar ásetningur í stað megrunarkúra!
  • Það er enginn of þungur, aðeins eins þungur og maður er orðinn af eigin neyslu.
  • Fæða er ekki fitandi, fólk er fitandi!
  • Hvað er næring? Líkamlega, tilfinningalega og huglægt? Hvaðan kemur orka?
  • Hvaða áhrif hafa sambönd þín á fæðuval og næringu?
  • Ásetningur verslunnar, versla af ásetningi?



Leiðbeinandi


Gudni Gunnarsson
Gudni Gunnarsson

Guðni er fæddur árið 1954 og uppalinn í Keflavík. Hann rekur Rope Yoga Setrið á Garðatorgi, Garðabæ og GlóMotion International og starfar samhliða því við lífsráðgjöf, námskeiða- og fyrirlestrahald, þjálfun GlóMotion kennara, almenna GlóMotion þjálfun og skriftir.

Starfsferill Guðna við heilrækt spannar fjörtíu ár og er hann fyrsti einkaþjálfari og lífsráðgjafii á Íslandi. Hann stofnaði Vaxtarræktina hf. árið 1982 en hún var í senn innflutningsverslun og líkamsræktarstöð sem hafði það að markmiði að hvetja til andlegrar, huglægrar og líkamlegrar heilræktar.

Árið 1986 stofnaði Guðni tímaritið Líkamsrækt og næring og fram til ársins 1988 var hann útgefandi og aðalritstjóri þess. Á árunum 1987–1989 veitti hann forstöðu deildar innan Máttar fyrir heildræna þjálfun hugar og líkama. Máttur var hugarfóstur hóps lækna og starfsfólks í heilbrigðiskerfinu þar sem lögð var áhersla á nýja og heildræna nálgun við heilsu og líkamsþjálfun. Samhliða þessum störfum aflaði Guðni sér víðtækrar þekkingar á samspili huga og líkama í gegnum jóga, næringarfræði, náttúruleg bætiefni og líkamsþjálfun.

Guðni fluttist til Los Angeles og bjó þar og starfaði í 16 ár eða frá 1990 - 2006. Sú hugmyndafræði sem hann hefur hannað og þróað er einkum afrakstur þess tíma því þar starfaði hann við heilræna þjálfun líkama og sálar ásamt lífsráðgjöf fyrir einstaklinga og hópa. Samhliða vann hann að þróun og hönnun Rope Yoga kerfisins og æfingastöðvarinnar, en kerfið tengir hugrækt, líkamsrækt, næringarfræði og orkuumsýslu í eitt heilrænt velsældarkerfi.

Árið 2006 flutti Guðni heim til Íslands, stofnaði Rope Yoga Setrið og hóf að þróa Rope Yoga kerfið yfir í GlóMotion. GlóMotion býr yfir fleiri tegundum æfinga og þar er lögð aukin áhersla á næringu, hvað við nærum og á hvaða forsendum. GlóMotion námskeið hafa verið kennd í Rope Yoga Setrinu við góðar undirtektir frá árinu 2007.


Námsskrá



Algengar spurningar


Hvenær hefst námskeiðið og hvenær er því lokið?
Námskeiðið hefst 24. maí, 2022 og endar þegar þér hentar! Þetta er netnám og þú ræður ferðinni - þú ræður hvenær þú ert tilbúinn að næra þig í vitund, sjá fyrir þér, opna hjartað og skilgreina hvenær vegferð þín til velsældar hefst og hvernig þú nærir þetta ferðalag.
Hversu lengi hef ég aðgang að námsgögnunum?
Hvernig hljómar, að eilífu? Þegar skráningu er lokið, hefur þú ótakmarkaðan aðgang að þessu námskeiði - og öllum námsgögnum sem tilheyra námskeiðinu ásamt fylgigögnum og facebooksíðu námskeiðssins.
Hvað ef mér líkar ekki námsefnið eða það hentar mér ekki?
Við viljum stuðla að velsæld þinni, ekki vansæld! Ef námskeiðið uppfyllir ekki væntingar þínar eða þarfir, hafðu þá samband við okkur innan 15 daga og við endurgreiðum þér námskeiðsgjaldið að fullu.
Hvaða gögn fylgja námskeiðinu?
Stóri næringarkaflinn í pdf formi, myndbönd og aðrar leiðbeiningar. Opið spjall, útsending einu sinni á lokuðum facebook vettvangi. Daglegir póstar til áminningar og hljóðupptökur frá Mætti hjartans ásamt uppástungum um myndefni til stuðnings. GlóMotion Heilrækt í 4. vikur
Fyrir hverja eru námskeiðið ætlað?
Fyrir alla sem vilja læra að næra varanlega velæld. Fyrir alla sem eru tilbúnir að vera viljandi skaparar í vitund og SJÁ fyrir sér á markvissan og skilgreindan hátt. Fyrir alla sem vilja láta af fórnarlamba eða píslarvætts hegðun og næra viljandi skaparann í sér. Við erum annaðhvort að skapa og næra líf okkar viljandi í vitund eða óviljandi og það er bara þetta Ó sem aðskilur velsæld eða vansæld. Viltu næra Ó, Æ. eymingja ég eða viljandi skapara í vitund?
Hvernig er námskeiðið uppbyggt?
Ég nota myndbönd, hljóðupptökur, PDF skjöl og svo rafrænt umhverfi sem við vinnum í og fylgjumst með framgangi nemenda. Þetta er öflugt námskeið á netinusvæði sem við köllum GlóMotion Akademíuna. Nemendur eru í virku sambandi ef þeir vilja eða geta unnið einir og sér. Einnig er samkoma í lokuðum facebook hópi einu sinni þar sem nemendur geta spurt og fengið svör. Námskeiðið hefst 18. maí og frá þeim degi í viku fær þátttakandinn/n senda pósta daglega til áminningar og örvunar.
Er námskeið fyrir þá sem vilja skerpa á lífi sínu eða fyrir þá sem létta sig eða breyta um matarræði?
Fyrir alla sem vilja lifa í velsæld og eru tilbúnir að stíga inn í líf sitt á öðrum forsendum og breyta um viðhorf gagnvart sjálfum sér. Það skiptir engu máli hvar þú hefur verið bara hvert þú ert að fara og hvort þú ert tilbúinn í að vilja þig og elska. Upphafið er NÚNA. Þú ein/n hefur vald til að opna hjarta þitt og þiggja gjafir tilverunnar og hanna ferli velsældar en það verður ekki gert með sömu hegðun, hugsunum og framkomu sem komu þér á þann stað sem þú ert á í dag. Það er gott að hafa það í huga að allt sem þú veitir athygli vex og dafnar og ef þú ert að hugsa um það sem þú vilt ekki, þá ert þú að vilja það. Næring þín og matarval er öflug opinberun á þínu viðhorfi til þín og eina leiðin til að breyta neysluvenjum þínum er að breyta sjálfsmynd þinni.
Hvers vegna ákvaðstu að hanna þetta námskeið?
Stærsta athöfn tilvistar þinnar er þegar þú innbyrðir mat eða drykk. Við verjum miklum fjármunum, tíma og orku í að eignast peninga til að eiga fyrir mat, kaupa mat, hugsa um mat, elda mat, borða mat, ganga frá eftir matinn og fara út með ruslið. Ekkert tækifæri er stærra – til umbreytingar. Ekkert er stærra – til velsældar eða vansældar. Næringin þín er skýr mælikvarði á það hvernig þér líður á hverri stundu og hvaða viðhorf þú hefur. Næringin þín opinberar þig og matarkarfan segir sína sögu. Næringin er opinberun á sambandinu við okkur sjálf. Þegar við getum réttlætt það að borða mat sem er ekki í samhengi við náttúruna þá hljótum við að vera orðin dofin af neyslunni sem samfélagið hefur boðið upp á. Þegar við innbyrðum eitrið með bros á vör og látum eins og ekkert sé hlýtur að koma að því að við spyrjum okkur á hvaða leið við séum. Þetta er í okkar höndum, við ráðum því hvað við nærum.
Telur þú að það nýtist fólki betur að læra heima hjá sér en mæta á staðinn?
Það er misjafnt, sumir þurfa og vilja umgjörðina sem skapast við að mæta í sal til okkar og fá þannig stuðning til að breyta ferlum sínum. Það er líka oft gott að vera innan um fólk sem er á sömu bylgjulengd og í samhljóm. Aðrir kjósa að vinna á skjá og líður jafnvel betur við þannig aðstæður. Þá er einnig tími og kostnaður við ferðalög og þann tíma má nýta til að læra heima. Þetta er eins misjafnt og við erum mörg en eins og við vitum er kennsla og námskeiðahald að verða stöðugt vinsælla á netinu - að læra á sínum tíma og hraða.

Byrja núna!